
Leikmenn ÍA fagna marki í leiknum gegn Fjölni. Ljósm. sas
ÍA feykti Fjölni úr Mjólkurbikarnum
{
"name": "core/freeform",
"attributes": [],
"saveContent": "ÍA og Fjölnir áttust við í 1. umferð Mjólkurbikars kvenna í knattspyrnu á föstudagskvöldið og fór leikurinn fram í Akraneshöllinni. Skagakonur voru ekkert að tvínóna við hlutina í leiknum því strax á níundu mínútu leiksins kom Unnur Ýr Haraldsdóttir þeim yfir og það var síðan Ylfa Laxdal Unnarsdóttir sem bætti við öðru marki fyrir ÍA á 25. mínútu, staðan í hálfleik 2-0 fyrir heimakonur.\r\n\r\nLilja Björg Ólafsdóttir kom ÍA í þriggja marka forystu á 64. mínútu áður en Aníta Björg Sölvadóttir minnkaði muninn skömmu síðar í 3-1 fyrir gestina. Skagakonur voru alls ekki hættar og skoruðu þrjú mörk til viðbótar á síðustu tuttugu mínútum leiksins. Fyrst var það Unnur Ýr með sitt annað mark í leiknum, síðan Thelma Björg Rafnkelsdóttir og lokaorðið á síðustu mínútu leiksins átti Lilja Björg með sínu öðru marki, lokatölur 6-1 fyrir ÍA.\r\n\r\nSkagakonur eru því komnar í 2. umferð Mjólkurbikarsins. Þar mæta þær Sindra frá Höfn í Hornafirði en Sindri vann lið KH um helgina 4-2 í fyrstu umferðinni. ÍA og Sindri mættust um miðjan apríl í undanúrslitum Lengjubikarsins í C deild og þar hafði ÍA betur eftir vítaspyrnukeppni, 5-3. Í húfi er sæti í 16 liða úrslitum Mjólkurbikarsins en þau fara fram dagana 27. og 28. maí.\r\n\r\nLeikur ÍA og Sindra í Mjólkurbikarnum verður laugardaginn 14. maí í Akraneshöllinni og hefst klukkan 17.15.",
"innerBlocks": []
}