Skagamenn stefna á annað bikarævintýri í sumar. Ljósm. ak

Dregið í Mjólkurbikar karla í knattspyrnu

{
  "name": "core/freeform",
  "attributes": [],
  "saveContent": "Í hádeginu var dregið í 32-liða úrslit í Mjólkurbikar karla í knattspyrnu og fór drátturinn fram í höfuðstöðvum Knattspyrnusambands Íslands. Skagamenn fengu útileik gegn Sindra frá Höfn í Hornafirði en Sindri leikur í 3. deild á Íslandsmótinu. Þá drógust Káramenn frá Akranesi sem leika í 3. deild á móti Bestu deildar liði FH og fer leikurinn fram í Hafnarfirði.\r\n\r\nStórleikir umferðarinnar eru leikir Stjörnunnar og KR annars vegar og Breiðabliks og Vals hins vegar en þessi lið leika öll í Bestu deildinni á þessu tímabili. Önnur lið sem drógust saman eru:\r\n\r\nFylkir-ÍBV, Fram-Leiknir Reykjavík., Hvíti Riddarinn-Kórdrengir, Dalvík/Reynir-Þór Akureyri, Selfoss-Magni, Grindavík-ÍR, Höttur/Huginn-Ægir, KA-Reynir Sandgerði, HK-Grótta, Vestri-Afturelding, Keflavík-Njarðvík og Haukar-Víkingur Reykjavík.\r\n\r\nLeikirnir fara fram dagana 24. til 26. maí næstkomandi.",
  "innerBlocks": []
}
Dregið í Mjólkurbikar karla í knattspyrnu - Skessuhorn