Fréttir

Þýskir krakkar í heimsókn í Brekkó

{
  "name": "core/freeform",
  "attributes": [],
  "saveContent": "Í gær komu til landsins um 20 nemendur á aldrinum ellefu til tólf ára frá borginni Berlín í Þýskalandi og voru þau komin seinni partinn á Akranes þar sem tekið var á móti þeim með viðhöfn. Munu þau gista á íslenskum heimilum barna í 6. bekk Brekkubæjarskóla á meðan á dvöl þeirra stendur en heimför þeirra er áætluð aðfararnótt sunnudags.\r\n\r\nErasmus+ er styrkjaáætlun ESB fyrir mennta-, æskulýðs- og íþróttamál og eru styrkir veittir til fjölbreyttra verkefna sem snúa að þessum þáttum. Brekkubæjarskóli hefur tekið þátt í verkefnum og hlotið til þess styrki nokkrum sinnum á síðastliðnum árum til að fjármagna nemendaskipti. Bæði hafa nemendahópar úr Brekkubæjarskóla farið erlendis og einnig verið tekið á móti gestum. Í framhaldinu af þessari heimsókn er ætlunin að sækja um styrk til að fara með hóp út á næsta ári í sams konar heimsókn.\r\n\r\nÞýsku krakkarnir munu taka þátt í allri hefðbundinni dagskrá Brekkubæjarskóla á skólatíma og daglegu lífi á heimilum gestgjafanna næstu daga. Til stendur að kynna fyrir krökkunum helstu staðhætti á Akranesi eins og Guðlaugu, Vitann, Langasand og fleiri áhugaverða staði. Þá er líklegt að Jaðarbakkalaugin verði oft heimsótt þessa daga og örugglega margt sem krökkunum á eftir að þykja ansi merkilegt en þau búa öll í miðborg Berlínar. Þá er ætlunin á föstudaginn að keyra þau Gullna hringinn og á laugardaginn verður fjölskyldudagur þar sem eflaust margt skemmtilegt verður gert með krökkunum síðasta daginn.",
  "innerBlocks": []
}