Alexandrea Rán og Einar Örn ánægð með árangurinn. Ljósm. LBF.

Íslandsmeistaramótið í bekkpressu fór fram um helgina

{
  "name": "core/freeform",
  "attributes": [],
  "saveContent": "<em><strong>Vestlendingar á verðlaunapalli</strong></em>\r\n\r\nÍslandsmeistaramótið í klassískri bekkpressu og í bekkpressu (með búnaði) fór fram sunnudaginn 24. apríl og átti Kraftlyfingafélag Akraness tvo keppendur sem kepptu á báðum mótunum. <a href=\"https://www.facebook.com/einar.krona?__cft__%5b0%5d=AZUs7U_SlQa5pknH7DDcrRQ5glXxD4dRWnjk-U3MemgpLGQTsnop19ApO2q7a69PuogNuRt685rVyih70-8I2-zOC3As_VihrFLoZmIeG2esqIITvHcuVASNvMl5s7SWsSFsJRfXDVszzPdHXKu49muWAOlUisjcVVQ63gDVwRemWWFDUKUf3g50g4Pg7WMbuNg&amp;__tn__=-%5dK-R\">Einar Örn Guðnason</a> varð Íslandsmeistari í -120 kg flokki karla bæði í klassískri bekkpressu, með 185 kg sem þyngstu lyftu, og bekkpressu með búnaði þar sem 265 kg var hans þyngsta lyfta og er það 5 kg bæting hjá Einari. Með þessum árangri varð Einar stigahæsti keppandinn í karlaflokki í bæði klassískri bekkpressu og bekkpressu með búnaði.\r\n\r\n<a href=\"https://www.facebook.com/hallarunf?__cft__%5b0%5d=AZUs7U_SlQa5pknH7DDcrRQ5glXxD4dRWnjk-U3MemgpLGQTsnop19ApO2q7a69PuogNuRt685rVyih70-8I2-zOC3As_VihrFLoZmIeG2esqIITvHcuVASNvMl5s7SWsSFsJRfXDVszzPdHXKu49muWAOlUisjcVVQ63gDVwRemWWFDUKUf3g50g4Pg7WMbuNg&amp;__tn__=-%5dK-R\">Halla Rún Friðriksdóttir</a> er nýlega gengin til liðs við félagið og var að keppa á sínu fyrsta móti eftir margra ára pásu. Halla keppir í -76 kg flokki kvenna í Masters 2 og setti hún tvö Íslandsmet í þeim flokki í klassískri bekkpressu með lyftum upp á 70 kg og 75 kg og tók Íslandsmeistaratitilinn í sínum flokki. Í bekkpressu með búnaði lyfti Halla 102,5 kg sem er bæting á Íslandsmeti um 62,5 kg í hennar flokki og var hún jafnframt Íslandsmeistari í flokknum.\r\n\r\nBorgnesingurinn Alexandrea Rán Guðnýjardóttir sem keppir undir merkjum Breiðabliks keppti í -63 kg opnum flokki í bekkpressu með búnaði og lyfti hún 122,5 kílóum sem er 7,5 kílóa bæting á hennar besta árangri og tryggði henni Íslandsmeistaratitilinn í sínum flokki og varð hún stigahæsta konan í opnum flokki. Árangur dagsins er gott veganesti inn í næsta mót hjá henni sem er heimsmeistaramótið í bekkpressu sem verður haldið í Kazakstan núna í endaðan maí.",
  "innerBlocks": []
}
Íslandsmeistaramótið í bekkpressu fór fram um helgina - Skessuhorn