
Gamli Heiðarskóli fær nú nýtt og breytt hlutverk. Ljósm. arg.
Gamli Heiðarskóli fær nýtt hlutverk
{
"name": "core/freeform",
"attributes": [],
"saveContent": "Hús gamla Heiðarskóla í Hvalfjarðarsveit hefur undanfarnar vikur tekið miklum breytingum þar sem búið er að breyta stórum hluta hússins í íbúðir og einstaklingsherbergi. Húsið er í eigu fyrirtækisins Fasteflis ehf. sem er í eigu Skagamannsins Óla Vals Steindórssonar. „Ég elska að breyta gömlu í nothæft,“ segir Óli Valur þegar blaðamaður Skessuhorns kíkti á hann í gamla skólahúsið. Þá tekur hann sem dæmi breytingar á gömlu sögufrægu húsi við Brautarholt 18-20 í Reykjavík þar sem áður var Þórscafé og Baðhús Lindu. En byggingarfélagið Upprisa, sem einnig er í eigu Óla Vals, hefur breytt því húsi í 64 fullbúnar íbúðir á bilinu 35-67 fm að stærð. „Þetta eru litlar en vel skipulagðar og sniðugar íbúðir en ég bjó lengi í Tókýó og lærði þar að bera virðingu fyrir fermetrum,“ segir Óli Valur og brosir. En hægt er að skoða það verkefni á bholt.is.\r\n\r\n<em>Sjá nánar viðtal í Skessuhorni vikunnar.</em>",
"innerBlocks": []
}