Eldur í atvinnuhúsnæði í Grundarfirði

Slökkvilið Grundarfjarðar berst nú við eld í atvinnuhúsnæði við Sólvelli 5 í Grundarfirði. Eldsins varð vart á sjöunda tímanum í kvöld. Nú rétt í þessu var viðbótarmannskapur og tæki að koma til aðstoðar frá Slökkviliði Snæfellsbæjar. Í húsinu eru þrjú fyrirtæki starfrækt, meðal annars Bifreiðaþjónusta Snæfellsness og Snæfellesnes excursion. Samkvæmt heimildum Skessuhorns er fólk ekki í hættu. Stíf suðvestanátt er á svæðinu og eru önnur hús ekki talin í hættu. Vindátt er hagstæð að því leyti að vindur stendur frá atvinnuhúsnæði Ragnars og Ásgeirs ehf.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Mokveiði í dragnót

Dragnótarbáturinn Steinunn SH frá Ólafsvík lenti heldur betur í mokveiði rétt undan Ólafsvík á sunnudaginn. Köstuðu skipverjar dragnótinni aðeins þrisvar... Lesa meira