Það var ekki aftur snúið eftir fyrstu veiðiferðina

{
  "name": "core/freeform",
  "attributes": [],
  "saveContent": "Einar Vignir Einarsson hefur verið til sjós í hartnær fimmtíu ár. Sjómennskuna byrjaði hann á grásleppuveiðum með föður sínum og frá 16 ára aldri hefur hann verið nánast samfellt til sjós. Ferillinn er fjölbreyttur. Hann hefur verið á fiskiskipum, trillum og strandferðaskipum við Íslandsstrendur. Olíu- og flutningaskipum hefur hann stýrt um heimsins höf og svo loks vöruflutningaskipi síðustu fimm árin hjá Samskipum sem skipstjóri á Helgafellinu.\r\n\r\nEinar Vignir rifjar upp sjómannsferilinn með tíðindamanni Skessuhorns. Ferill hans hefur verið farsæll en oft hefur litlu mátt muna að illa færi. Honum tókst á ögurstundu að bjarga bátsfélaga sínum frá drukknun og lenti í lífsháska við strendur Kamerún þegar sjóræningjar ætluðu með brugðnar sveðjur að ráðast um borð í skip hans þegar hann var að ferja það frá Íslandi til Kamerún.\r\n\r\n<em>Hægt er að lesa viðtal við Einar Vignir í Skessuhorni sem kom út í dag.</em>",
  "innerBlocks": []
}