
Steinþór Logi er formaður Samtaka ungra bænda. Ljósm. aðsend
„Snýst ekki bara um lambakjöt og mjólk“
{ "name": "core/freeform", "attributes": [], "saveContent": "Dalamaðurinn Steinþór Logi Arnarsson frá Stórholti í Saurbæ tók á dögunum við sem formaður Samtaka ungra bænda af Guðmundi Bjarnasyni í Túni á aðalfundi samtakanna. Auk Steinþórs eru nú í stjórn Samtaka ungra bænda þau Þórunn Dís Þórunnardóttir, Þuríður Lilja Valsdóttir, Ísak Jökulsson og Jónas Davíð Jónasson. Skessuhorn heyrði í Steinþóri Loga og segir hann að í dag séu vel á fjórða hundrað félagsmenn í samtökunum en miðað er við aldurinn 18-35 ára. En hver er helsti tilgangur þessara samtaka? „Hann er annars vegar sá að sameina unga bændur sem eru vítt og breitt um landið og ekki síður ungt fólk sem hefur áhuga á því að fara út í búskap. Hins vegar, burtséð frá félagslega þættinum, að standa vörð um hagsmunamál þessa hóps, vera virk í samráði við stjórnvöld og allt sem að því lýtur.\r\n\r\n<em>Sjá viðtal við Steinþór Loga í Skessuhorni sem var að koma út.</em>", "innerBlocks": [] }