Tvær nýjar hljóðbækur frá MTH útgáfu á Akranesi

Í vikubyrjun komu út á hljóðbók skáldsögurnar „Minningar elds“ og „Ár bréfberans“ eftir Kristján Kristjánsson rithöfund. Geta hlustendur nálgast þær á Storytel en það er Kristján Franklín Magnús sem les. Minningar elds kom út árið 1989 og er fyrsta skáldsagan sem Kristján sendi frá sér. Segir frá sérkennilegri vináttu tveggja manna, Axels og Orra, þar sem hvor um sig rifja upp atvik frá þeim voveiflega atburði sem hvað mest hefur mótað lífshlaup þeirra þegar leiðir þeirra liggja saman á ný eftir langan aðskilnað.

Ár bréfberans kom út 1995 og er þriðja skáldsaga Kristjáns. Hún segir frá Jónasi Jóhannssyni bréfbera sem er ekki eins og fólk er flest. Hann skráir í dagbók atburði eins árs í lífi sínu samhlið því að hann rifjar upp það sem á daga hans hefur drifið frá því hann lenti í alvarlegu slysi sem umbylti allri tilveru hans.

-fréttatilkynning

Líkar þetta

Fleiri fréttir