Óveður á Holtavörðuheiði. Ljósm. úr safni.

Slæmt veður og færð á fjallvegum

Gul viðvörun er í gildi í dag fyrir allt norðanvert landið. Á spásvæðinu Strandir og Norðurland vestra er gert ráð fyrir norðan 13-18 m/s, snjókomu með skafrenningi og lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum. Vegagerðin bendir á að það lægir um tíma yfir Holtavörðuheiði og Bröttubrekku síðdegis eða frá kl. 17-21. Annars verður allhvasst og víða skafrenningur um norðanvert landið og fer versnandi síðdegis og í kvöld.

Líkar þetta

Fleiri fréttir