Héldu þorrablót í heita pottinum

Pottormar, sem hittast reglulega í heita pottinum í sundlauginni á Jaðarsbökkum á Akranesi, héldu í morgun árlegt þorrablót sitt. Komu þar saman og snæddu dögurð klukkan sex. Eins og sést fór vel á með mannskapnum og maturinn hefur aldrei smakkast betur. Hér eru þau Heiðbjört Kristjánsdóttir, Sigríður Gróa Kristjánsdóttir, Sunna Tryggvadóttir, Lilja Högnadóttir, Valdimar Hallgrímsson og Magnús Óskarsson. Það var Helga Ólöf Oliversdóttir sem tók myndina.

Líkar þetta

Fleiri fréttir