Barn að flýta sér í heiminn

Í liðinni viku voru lögreglumenn á eftirlitsferð í Hvalfjarðargöngunum. Þar voru þeir stöðvaðir af ökumanni sem tjáði þeim að konan hans væri komin af stað í fæðingu. Hún væri gengin með í 39 vikur, búin að missa vatnið og með miklar hríðir. Ekið var á undan bifreiðinni í forgangi upp á Akranes með konuna í símasambandi við lögreglu á leiðinni. Ljósmóðir var síðan tilbúin til að taka á móti konunni í anddyri HVE á Akranesi. Barnið fæddist á sjúkrahúsinu og allt fór því vel að lokum.

 

Líkar þetta

Fleiri fréttir