Nýtt met í smitum innanlands – 309 í einangrun á Vesturlandi

Í gær var sett nýtt met í innanlandssmitum þegar 1.567 voru greindir með kórónuveiruna, en 43 til viðbótar voru greindir á landamærunum. 35 liggja á sjúkrahúsi með veiruna og þar af eru þrír á gjörgæslu og tveir þeirra í öndunarvél. Þá lést kona á níræðisaldri af völdum Covid-19 í gær og hafa nú 46 látist af völdum veirunnar hér á landi.

Lögreglan á Vesturlandi hefur birt smittölur á Vesturlandi. Nú eru alls 247 í sóttkví og 309 í einangrun en voru 390 í sóttkví og 240 í einangrun á þriðjudag en engar tölur birtust í gær frá Lögreglunni á Vesturlandi. Á Akranesi eru nú 165 í sóttkví og 157 í einangrun en voru 227 og 128 á þriðjudag, í Borgarnesi eru 53 í sóttkví og 109 í einangrun en voru 83 og 80 og í Grundarfirði eru 16 í sóttkví og 14 í einangrun en voru 47 og 16 á þriðjudag. Í Ólafsvík eru nú 4 í sóttkví og 15 í einangrun en voru 12 og 4 á þriðjudag, í Stykkishólmi eru 3 í sóttkví og 11 í einangrun en voru 19 og 10 og í Búðardal eru 6 í sóttkví og 3 í einangrun en voru 2 og 2 á þriðjudag.

Líkar þetta

Fleiri fréttir