Valdimar við bryggju í Ólafsvík. Ljósm. af.

Fyrsti aðkomubáturinn landaði áttatíu tonnum

Fyrsti aðkomubáturinn landaði í Ólafsvík í gærmorgun og var það línubáturinn Valdimar GK sem er í eigu Þorbjarnar í Grindavík. Aflinn var 80 tonn og sáu starfsmenn Fiskmarkaðs Snæfellsbæjar um að landa úr bátnum, auk þess að sjá um að koma kosti og beitu um borð. Aflinn var svo fluttur með flutningabílum til vinnslu í Grindavík.

Líkar þetta

Fleiri fréttir