Snæfell nálgast toppbaráttuna eftir sigur á Stjörnunni

{
  "name": "core/freeform",
  "attributes": [],
  "saveContent": "Snæfell gerði góða ferð í Garðabæinn í 1. deild kvenna á laugardaginn þegar liðið lagði Stjörnuna að velli, lokatölur 52:66 fyrir Snæfelli. Besti leikmaður Snæfells í vetur, Sianni Martin, er komin í þriggja leikja bann og var því ekki með gegn Stjörnunni en það virtist ekki koma að sök. Fyrsti leikhluti var hnífjafn, Snæfell var þó með undirtökin allan tímann en frekar lítið var um stigaskor hjá báðum liðum, staðan 13:15 fyrir Snæfelli. Í byrjun annars leikhluta náði Snæfell góðum kafla og var komið með níu stiga forystu eftir tæplega fimm mínútna leik og hélt því forskoti fram í hálfleik, staðan 23:32.\r\n\r\nÍ þriðja leikhluta náðu Snæfellsstúlkur að auka muninn enn meira og voru komnar með 15 stiga forskot eftir tæplega sjö mínútna leik. Stjarnan var þó ekki alveg á því að gefast upp og náði að minnka muninn í ellefu stig fyrir síðasta leikhlutann en Snæfell enn með örugga forystu, 41:52. Í honum hleypti Snæfell Stjörnunni aldrei of nálægt, þær spiluðu af mikilli skynsemi og unnu að lokum sanngjarnan sigur, 52:66.\r\n\r\nStigahæstar í liði Snæfells í leiknum voru þær Rebekka Rán Karlsdóttir með 21 stig, Minea Takala með 13 stig og Rósa Kristín Indriðadóttir með 12 stig. Hjá Stjörnunni var Diljá Ögn Lárusdóttir allt í öllu með 30 stig, Hera Björk Arnarsdóttir með 8 stig og Elva Lára Sverrisdóttir með 6 stig.\r\n\r\nMikil spenna er komin í deildina nú þegar hún er rúmlega hálfnuð. Á toppnum sitja lið ÍR og Ármanns með 18 stig, í þriðja til fimmta sæti eru lið Snæfells, Aþenu og Þórs Akureyrar öll með 14 stig og skammt á eftir eru KR og Hamar-Þór með 12 stig í sjötta og sjöunda sæti deildarinnar.\r\n\r\nNæsti leikur Snæfells er gegn KR er á morgun, þriðjudag, í Stykkishólmi og hefst leikurinn klukkan 18.",
  "innerBlocks": []
}
Snæfell nálgast toppbaráttuna eftir sigur á Stjörnunni - Skessuhorn