Um 7% landsmanna í einangrun eða sóttkví

Í gær voru 1.456 sem greindust með kórónuveiruna innanlands og 211 smit voru greind á landamærunum skv. uppfærðum tölum á covid.is. 56% voru í sóttkví við greiningu. 35 liggja nú á sjúkrahúsi vegna veirunnar og þar af eru þrír á gjörgæslu, allir í öndunarvél. Á landinu eru nú 10.803 í einangrun og 13.689 í sóttkví, sem er um 7% landsmanna.

Samkvæmt Covid.is eru 244 í einangrun á Vesturlandi og 337 í sóttkví.

Líkar þetta

Fleiri fréttir