Krónan þakkar fyrir sig með afslætti  

„Krónan býður viðskiptavinum sínum upp á 5% afslátt af öllum vörum í verslunum sínum á morgun, laugardaginn 22. janúar. Tilefnið er að fimmta árið í röð eru viðskiptavinir Krónunnar þeir ánægðustu á matvörumarkaði, samkvæmt niðurstöðum Íslensku ánægjuvogarinnar sem kynntar voru fyrr í dag,“ segir í tilkynningu frá Krónunni. „Krónan hlaut hæstu einkunn meðal verslana á matvörumarkaði með marktækum mun eða 73,4 stig af 100 mögulegum og er þetta í annað sinn sem Krónan þakkar viðskiptavinum sínum með þessum hætti. “ Afslátturinn verður því m.a. í boði í verslun Krónunnar á Akranesi, laugardaginn 22. janúar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir