Gat á sjókví í Reyðarfirði

Matvælastofnun barst í gær tilkynning frá Löxum Fiskeldi um að gat hefði fundist á nótarpoka einnar sjókvíar Laxa við Vattarnes í Reyðarfirði. „Gatið uppgötvaðist við reglubundið eftirlit með kvíum á stöðinni og virkjaði fyrirtækið viðbragðsáætlun sína strax og er viðgerð lokið. Samkvæmt upplýsingum Laxa var gatið á um sjö metra dýpi og reyndist vera um það bil 50×15 cm að stærð. Í þessari tilteknu kví eru um 145.000 laxar með meðalþyngd 2,6 kg. Laxar lögðu út net í takt við viðbragsáætlun og tilkynntu Matvælastofnun, Fiskistofu og Fjarðarbyggð um atburðinn strax,“ segir í tilkynningu frá MAST. Netanna verður vitjað í dag. Starfsmaður Matvælastofnunar er á svæðinu og hefur skoðað viðbrögð fyrirtækisins og hafið rannsókn á málinu.

Líkar þetta

Fleiri fréttir