
Unnið við vegagerð í neðanverðum Skorradal. Ljósm. mm.
Fimmtán milljarða samdráttur í verklegum framkvæmdum
{ "name": "core/freeform", "attributes": [], "saveContent": "Útboðsþing Samtaka iðnaðarins (SI) fer fram í dag í samstarfi við Mannvirki – félag verktaka og Félag vinnuvélaeigenda. Þinghaldið er í streymi og stendur yfir frá klukkan 13.00-15.00. Á þinginu kynna fulltrúar ellefu opinberra aðila fyrirhugaðar verklegar framkvæmdir á árinu og fæst því gott yfirlit yfir helstu útboð ársins.\r\n\r\nÍ nýrri greiningu SI kemur fram að samanlagt eru áætlaðar verklegar framkvæmdir hins opinbera á þessu ári 109 milljarðar króna, sem er 15 milljörðum króna minna en kynnt var á Útboðsþingi SI á síðasta ári. Sá samdráttur er áhyggjuefni að mati Samtaka iðnaðarins. Í greiningunni segir að Samtök iðnaðarins leggi áherslu á mikilvægi þess að fjárfesting í innviðauppbyggingu sé næg og viðhaldi innviða sinnt en með því sé rennt stoðum undir hagvöxt framtíðarinnar. „Því telja samtökin mikilvægt að ekki sé dregið úr útboðum opinberra fjárfestinga á sviði innviða. Þvert á móti sé ástæða til að auka útboð fjárfestinga í innviðum og tryggja framgang efnahagslega arðbærra verkefna á því sviði,“ segir í tilkynningu frá SI.", "innerBlocks": [] }