Elsa Lára á leið úr bæjarpólitíkinni

Elsa Lára Arnardóttir, fyrrverandi þingmaður og núverandi oddviti Framsóknar og frjálsra á Akranesi og formaður bæjarráðs, sendi í gær frá sér yfirlýsingu þess efnis að hún hyggist ekki gefa kost á sér sem oddviti listans fyrir bæjarstjórnarkosningarnar 14. maí næstkomandi. Flokkurinn á nú tvo fulltrúa í bæjarstjórn, en Ragnar B Sæmundsson skipaði annað sæti listans og er formaður skipulags- og umhverfisráðs. Elsa Lára segir skýringuna fyrir þessari ákvörðun sinni vera að á kjörtímabilinu hafi hún verið ráðin í starf aðstoðarskólastjóra Brekkubæjarskóla og hafi það verið áskorun að sinna þessum tveimur krefjandi störfum samhliða.

Framsókn og frjálsir á Akranesi hafa nú auglýst eftir áhugasömu fólki á öllum aldri til að taka sæti á lista framboðsins fyrir kosningarnar í vor. Ákvörðun um framboð og fyrirkomulag á vali á framboðslista verður tekin á félagsfundi 7. febrúar nk.

Líkar þetta

Fleiri fréttir