Lítið skyggni við vetraraðstæður. Ljósm. úr safni/ kgk.

Bálhvasst og hríðarbylur – Vegagerðin mun loka vegum

Vegagerðin bendir á að framundan er hvellur í veðrinu, bálhvasst í kvöld einkum um vestan- og norðanvert landið frá því um klukkan 21 og fram yfir miðnætti. „Hríðarbylur á flestum fjallvegum. Í nótt og á morgun er reiknað með þéttum éljum vestantil og þá einnig á láglendi. Blint verður og skafrenningur á fjallvegunum.“

Þá segir einnig: Brugðist verður við með því að loka vegum og setja aðra á óvissustig. Upplýsingar um hvaða vegum verður lokað er finna hér í hlekknum.

http://www.vegagerdin.is/ferdaupplysingar/frekari-upplysingar/

Líkar þetta

Fleiri fréttir