Fyrsti sláttur að hefjast á Hlíðarenda í Breiðdal.

Sauðfjárbændur uggandi vegna áburðarverðshækkana

Árið 2021 fluttu 24 fyrirtæki inn tæp 58 þúsund tonn af áburði og jarðvegsbætandi efnum, alls 368 tegundir. Innlendir framleiðendur eru 16 á skrá en það eru fyrirtæki sem framleiða áburð eða jarðvegsbætandi efni hér á landi. Áburðarfyrirtæki sem voru með skráða starfsemi á árinu eru því 40. Þetta kemur fram í samantekt Matvælastofnunar. Langmestur áburður var notaður til jarðræktar hjá bændum, eða 44 þúsund tonn, næst mest var notað í ylrækt eða tæp tvö þúsund tonn, en annar áburður er notaður á íþróttavelli, sem blómaáburður og til jarðvegsbætingar. Nú eru innflytjendur tilbúins áburðar farnir að birta verðskrár sínar. Fyrir bændur í landinu boðar verðskráin váleg tíðindi, því algeng hækkun á áburði er um 100% frá síðasta ári. Í sauðfjárrækt þar sem afkoman hefur ekki verið góð standa bændur því frammi fyrir vanda vegna áburðarkostnaðar, sem bætist við lágt afurðaverð.

Í Skessuhorni vikunnar er rætt við sauðfjárbónda sem veltir því fyrir sér hvort næsta áburðarpöntun verði sú síðasta.

Líkar þetta

Fleiri fréttir