ÍA fær tvo leikmenn frá Val

{
  "name": "core/freeform",
  "attributes": [],
  "saveContent": "Knattspyrnufélag ÍA gerði í gær samninga við tvo leikmenn úr röðum Vals í Reykjavík og eru samningarnir til tveggja ára. Annars vegar er það Svíinn Johannes Vall sem er 29 ára varnarmaður og hefur leikið í efstu deildum í Svíþjóð og hins vegar Daninn Christian Køhler sem er 25 ára miðjumaður og hefur hann leikið í efstu deildum í Danmörku og Svíþjóð.\r\n\r\nJohannes Björn Vall hefur á sínum ferli leikið með Falkenbergs FF frá 2009-2017 þar sem hann lék 116 leiki og skoraði átta mörk. Síðan þá hefur hann leikið sex leiki með IFK Norrköping, 14 leiki með Östers IF á láni, 14 leiki með Ljungskile SK og síðast með Val í fyrra en þar lék hann 18 leiki.\r\n\r\nChristian Thobo Køhler hefur á sínum ferli leikið með dönsku liðunumNordsjælland 2016-2017 þar sem hann lék 26 leiki og skoraði eitt mark og með Helsingør árin 2017-2019 þar sem hann lék 58 leiki og skoraði eitt mark. Þá flutti hann sig um set til Svíþjóðar til Trelleborg þar sem hann lék 24 leiki en fór aftur árið eftir til Danmerkur þar sem hann lék fjóra leiki með Esbjerg í næstefstu deild. Í mars 2021 gekk hann til liðs við Íslandsmeistara Vals og lék með þeim 18 leiki og skoraði eitt mark.\r\n\r\n<img class=\"alignnone size-medium wp-image-50424\" src=\"https://skessuhorn.is/wp-content/uploads/2022/01/IA-faer-tvo-leikmenn-fra-Val1-600x798.jpg\" alt=\"\" />",
  "innerBlocks": []
}
ÍA fær tvo leikmenn frá Val - Skessuhorn