
Marinó Þór Pálmason var með 25 stig gegn ÍA. Hér í leik á móti Tindastóli. Ljósm. glh
Skallagrímur vann ÍA í Vesturlandsslagnum
{
"name": "core/freeform",
"attributes": [],
"saveContent": "Skallagrímur og ÍA mættust í gærkvöldi í 1. deild karla í körfuknattleik og fór leikurinn fram í Fjósinu í Borgarnesi. Borgnesingarnir byrjuðu betur í leiknum og voru fljótlega komnir í 11:3 en Skagamenn voru ekkert á því að gefast upp og minnkuðu muninn í tvö stig eftir rúman sex mínútna leik. Þriggja stiga munur var á milli liðanna eftir fyrsta fjórðung og allt útlit fyrir spennandi leik, staðan 22:19 fyrir Skallagrími. Í öðrum leikhluta voru heimamenn sterkari, um tæpan miðjan annan leikhluta var þó staðan 34:30 en þá fóru heimamenn hamförum, skoruðu 17 stig gegn aðeins fimm stigum gestanna og staðan í hálfleik 51:35.\r\n\r\nSkallagrímsmenn héldu áfram að bæta við forskotið í þriðja leikhluta og þegar honum lauk var munurinn orðinn 23 stig. Í fjórða og síðasta leikhluta bitu Skagamenn hins vegar vel frá sér, skoruðu 31 stig gegn 16 stigum heimamanna en náðu þó aldrei að ógna sigri heimamanna. Fimm stiga munur var þegar 14 sekúndur lifðu af leiknum en Skallarnir hittu úr þremur vítaköstum í blálokin og tryggðu sér átta stiga sigur, 88:80.\r\n\r\nEngir áhorfendur voru leyfðir á leiknum sökum samkomutakmarkana og því lítil stemning í Fjósinu en leikurinn var sýndur á YouTube í umsjón Nemendafélags Menntaskóla Borgarfjarðar.\r\n\r\nStigahæstir hjá Skallagrími í leiknum voru þeir Marinó Þór Pálmason með 25 stig, Bryan Battle með 21 stig og Davíð Guðmundsson með 18 stig. Hjá ÍA var Nestor Saa með 28 stig, Hendry Engelbrecht með 17 stig og 14 fráköst og Aron Elvar Dagsson með 10 stig.\r\n\r\nNæsti leikur ÍA er gegn liði Sindra á Höfn í Hornafirði föstudaginn 21. janúar og hefst leikurinn klukkan 19:15. Næsti leikur Skallagríms er einnig gegn Sindra en hann fer fram föstudaginn 28. janúar í Borgarnesi og hefst klukkan 19:15.",
"innerBlocks": []
}