
Jói Kalli og Aron Bjarki að handsala samninginn. Ljósm. kfia
Aron Bjarki gengur til liðs við ÍA
{
"name": "core/freeform",
"attributes": [],
"saveContent": "Knattspyrnufélag ÍA hefur gert eins árs samning við Aron Bjarka Jósepsson. Aron Bjarki kemur til félagsins frá KR þar sem hann lék 128 leiki í efstu deild og skoraði í þeim átta mörk. Aron Bjarki er 32 ára varnarmaður og hefur leikið með KR frá árinu 2011 en hann var þrisvar sinnum Íslandsmeistari og bikarmeistari með KR á þessum tíma. Honum er ætlað að fylla skarð Óttars Bjarna Guðmundssonar sem gekk til liðs við sitt gamla félag, Leikni Reykjavík, nú í haust.\r\n\r\nAron Bjarki spilaði sinn fyrsta leik í búningi ÍA á laugardaginn en hann lék fyrri hálfleikinn með Skagamönnum þegar þeir mættu liði FH í fotbolti.net mótinu. ÍA vann leikinn 5-4 með tveimur mörkum frá Breka Þór Hermannssyni, Steinari Þorsteinssyni, Gísla Laxdal Unnarssyni og sigurmarki Guðmundar Tyrfingssonar skömmu fyrir leikslok.\r\n\r\nJóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, sagði í viðtali eftir leik að Aron Bjarki kæmi inn með gríðarlega mikla reynslu og væri strax byrjaður að miðla sinni reynslu og þekkingu sem fótboltamaður þannig að það væri frábært að fá hann í hópinn.",
"innerBlocks": []
}