Gott að byrja nýja árið með lestri góðra bóka. Ljósm. dalir.is

Bókabingó í Búðardal

Það er öllum hollt að lesa og um að gera að byrja nýja árið með lestrargleði. Á vefsíðu Dalabyggðar, dalir.is, er hægt að nálgast nýtt bókabingó sem hægt er að nýta sér bæði til skemmtunar og áskorunar. Bóka- og lestrarbingóið hentar til dæmis yngri lesendum mjög vel.

Hægt er að prenta bingóin út eða nálgast eintak á Héraðsbókasafni Dalasýslu að Miðbraut 11 í Búðardal. Bókasafnið er opið á þriðjudögum og fimmtudögum frá kl. 12.30 til 17.30.

thumbnail of Bókabingó í Búðardal1

Líkar þetta

Fleiri fréttir