Tíu manna samkomutakmarkanir og skemmtistöðum lokað

Ríkisstjórnin hefur ákveðið að herða sóttvarnaaðgerðir frá og með miðnætti í kvöld. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra segir að sóttvarnalæknir hafi lagt fram þrjár leiðir, sem ríkisstjórnin hafi metið: Í fyrsta lagi óbreyttar aðgerðir, í öðru lagi að færa samkomutakmarkanir úr tuttugu manns í tíu, eða sem þriðja kost að loka samfélaginu í tíu daga. Ríkisstjórnin hafi valið leið tvö. Nú mega því einungis tíu manns koma saman í stað tuttugu. Þessar takmarkanir munu gilda til 2. febrúar nk. Viðburðir sem byggja á hraðprófum verða ekki lengur heimilaðir. Skemmtistöðum,  börum og spilasölum verður gert að loka.

Fram kom í kynningu ráðherra utan við Ráðherrabústaðinn við Tjarnargötu í morgun að ráðist verði í efnahagsaðgerðir til að bæta tekjufall sem af hertum aðgerðum hlýst.

Líkar þetta

Fleiri fréttir