Kynningarmyndband um fjölbreyttar íþróttir á Akranesi

Kjör íþróttmanns Akraness fór að venju fram á þrettándanum. Þar bar sigur úr býtum Kristín Þórhallsdóttir kraftlyftingakona sem nýverið var einnig kjörin Vestlendingur ársins fyrir afrek sín. Í öðru sæti varð sundmaðurinn Enrique Snær Llorens Sigurðsson og badmintonkonan Drífa Harðardóttir þriðja.

Samhliða kjörinu var birt nýtt myndband sem Kristinn Gauti Gunnarsson tók saman og vann að beiðni ÍA en með styrk frá Akraneskaupstað. Í því má á rúmum þremur mínútum sjá hina fjölbreyttu flóru íþrótta sem stundaðar eru innan vébanda Íþróttabandalags Akraness. Myndbandið er í senn vel gert og fræðandi, ekki síst með tilliti til fjölbreytni íþrótta sem stundaðar eru.

Sjá kynningarmyndbandið hér

Líkar þetta

Fleiri fréttir