Frá Borgarnesi. Ljósm. mm.

Samþykkja afslátt eldri borgara af fasteignasköttum

Byggðarráð Borgarbyggðar hefur samþykkt afslátt af fasteignaskatti vegna tekna elli- og örorkulífeyrisþega, sem eiga lögheimili í Borgarbyggð og búa í eigin húsnæði. Hjá hjónum og sambýlisfólki ræður aldur þess er fyrr verður 67 ára hvort veittur er afsláttur. Afsláttur ræðst af tekjum undanfarins árs og er reiknaður til bráðabirgða við álagningu út frá öllum skattskyldum tekjum einstaklings eða hjóna/sambúðarfólks, þ.m.t. eigna- og fjármagnstekjum samkvæmt síðasta skattframtali, en þegar staðfest skattframtal liggur fyrir vegna tekna síðasta árs er afsláttur endurskoðaður og leiðréttur. Tekjumörk eru ákveðin af byggðarráði í desember á hverju ári og eru nú:

Fyrir einstaklinga, (tekjur á árinu 2021):

  • með tekjur allt að kr. 4.022.000 er veittur 100% afsláttur
  • með tekjur á bilinu kr. 4.022.001 – 4.657.000 er veittur 75% afsláttur
  • með tekjur á bilinu kr. 4.657.001 – 5.285.000 er veittur 50% afsláttur

Fyrir hjón (tekjur á árinu 2021):

  • með tekjur allt að kr. 6.652.000 er veittur 100% afsláttur
  • með tekjur á bilinu kr. 6.652.001 – 7.437.000 er veittur 75% afsláttur
  • með tekjur á bilinu kr. 7.437.001 – 8.226.000 er veittur 50% afsláttur.
Líkar þetta

Fleiri fréttir