Landsliðið komið í búbblu
{
"name": "core/freeform",
"attributes": [],
"saveContent": "Einn leikmaður er í einangrun og tveir í sóttkví af 20 manna hópi A landsliðs karla í handknattleik. Leikmennirnir eiga að losna úr einangrun og sóttkví í þessari viku. Hinir leikmennirnir 17 fóru í PCR próf í gær og fengu allir neikvæða niðurstöðu. Hópurinn er því kominn í búbblu á Grand hóteli í Reykjavík núna þar til hópurinn heldur til Búdapest í Ungverjalandi þriðjudaginn 11. janúar á EM. Mótið hefst svo tveimur dögum seinna og föstudaginn 14. janúar leikur Ísland sinn fyrsta leik þegar liðið mætir Portúgal. Ísland er í riðli með Portúgal, Hollandi og Ungverjalandi.",
"innerBlocks": []
}