Fréttir

Sameiningarmálin verða kosningamál í vor

{
  "name": "core/freeform",
  "attributes": [],
  "saveContent": "Grundarfjarðarbær bauð í haust hinum fjórum sveitarfélögunum á Snæfellsnesi til óformlegs fundar um stöðuna í sameiningarmálum og framtíðarsýn í þeim efnum fyrir Snæfellsnes. Grundarfjarðarbær er eina sveitarfélagið á Snæfellsnesi sem ekki er í formlegum sameiningaviðræðum eins og sakir standa. Snæfellsbær og Eyja- og Miklaholtshreppur stefna að kosningu um sameiningu í febrúar og Stykkishólmsbær og Helgafellssveit í mars. Auk þess á Stykkishólmsbær í óformlegum viðræðum við Dalabyggð.\r\n\r\nBjörg Ágústsdóttir, bæjarstjóri Grundarfjarðarbæjar, segir að bæjarstjórnin í Grundarfirði hafi boðið fulltrúum annarra sveitarfélaga á Snæfellsnesi til samtals og hafi það farið fram 15. desember síðastliðinn. „Við vildum í fyrsta lagi heyra af þeim sameiningarviðræðum sem eru farnar af stað hjá nágrönnum okkar og hins vegar liggur það í loftinu að sameiningar á þessu svæði þurfi að ræða,“ sagði hún. Það hafi verið upplýsandi að heyra af forsendum þeirra viðræðna sem nú eru í gangi, beint frá þeim fulltrúum sem að þeim standa. Björg sagði að afstaða bæjarfulltrúa í Grundarfirði sé sú að Snæfellsnes verði að lokum eitt sameinað sveitarfélag. Sama hljóð hafi verið í nágrönnunum. „Það var mjög afgerandi niðurstaða að fólk lítur þannig á að frekari sameiningar séu í farvatninu. Þessar tvær sameiningar sem nú eru til umræðu verði ekki einhver endapunktur heldur þurfi stærri sameiningu í kjölfarið.“ Um tímasetningar hafi þó ekki komið fram alveg skýrar línur, auk þess sem það sé auðvitað alltaf íbúanna að lokum að ákveða um slíkt, í atkvæðagreiðslum.\r\n\r\nÍ Stykkishólmi voru í gangi óformlegar sameiningarviðræður við Dalamenn fyrr á árinu, en þær voru lagðar tímabundið til hliðar þegar bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar bauð hreppsnefnd Helgafellssveitar til viðræðna.\r\n\r\nSameinað Snæfellsnes yrði um þrjú þúsund og níu hundruð manna sveitarfélag með fimm þéttbýliskjörnum og blandaðri atvinnustarfsemi. Björg telur að sameiningarmálin komi til umræðu fyrir sveitarstjórnarkosningar sem fram fara næsta vor, miðað við hvernig mál hafi þróast í sveitarstjórnargeiranum, sem og í viðræðum á svæðinu. „Við sveitarstjórnarkosningar í vor þá verða þetta spurningar sem allir frambjóðendur til sveitarstjórna á Snæfellsnesi þurfa að svara; hver sé afstaða þeirra til sameiningarkosta á svæðinu og hvaða tímarás fólk vilji sjá í þeim efnum. Það mun örugglega þurfa að gefa mjög skýr svör um þetta fyrir kosningar,“ segir Björg.",
  "innerBlocks": []
}