

Tilnefningar óskast um Vestlending ársins 2021
Enn á ný mun Skessuhorn gangast fyrir vali á Vestlendingi ársins. Í lok hvers árs hefur verið kallað eftir tilnefningum frá almenningi um einstakling, eða hóp, sem verðskuldað gæti þetta sæmdarheiti fyrir framgöngu sína í starfi og/eða leik. Skilyrði er að sá sem tilnefndur er sé búsettur á Vesturlandi. Jafnframt er óskað eftir einni setningu þar sem tilnefning er rökstudd. Fyllsta trúnaðar er gætt varðandi þá sem eru tilnefndir. Ábendingum verður svo safnað saman og sérstök valnefnd á vegum ritstjórnar Skessuhorns metur þær. Valinu verður síðan lýst í fyrsta blaði nýs árs, miðvikudaginn 5. janúar 2022.
Tilnefningar um Vestlending ársins 2021 óskast sendar sem fyrst á: skessuhorn@skessuhorn.is