Skallagrímskonur töpuðu gegn Fjölni

{
  "name": "core/freeform",
  "attributes": [],
  "saveContent": "Skallagrímur og Fjölnir áttust við í Subway deild kvenna í körfuknattleik í gærkvöldi. Leikurinn fór fram í Fjósinu í Borgarnesi og lauk leiknum með stórsigri Fjölnis, lokatölur 70:105. Það var rétt rúmlega fyrstu mínútuna í leiknum sem jafnt var með liðunum en síðan keyrði Fjölnir yfir heimakonur. Eftir fimm mínútna leik var munurinn þó aðeins fimm stig, 9:14 en tveimur mínútum síðar stóð 9:24 á stigatöflunni. Skallagrímskonur áttu í miklum erfiðleikum með að halda boltanum, hittu nánast ekki neitt og staðan eftir fyrsta leikhluta, 13:28 gestunum í vil. En það var í öðrum leikhluta þar sem Fjölnir gekk nánast frá leiknum, skoraði 27 stig gegn aðeins átta stigum Skallagríms og staðan í hálfleik hálf ótrúleg eða 21:55 fyrir Fjölni.\r\n\r\nÍ þriðja leikhluta jókst munurinn um tíu stig og staðan 43:87 fyrir síðasta fjórðunginn. Þann hluta vann reyndar Skallagrímur með níu stigum, 27:18 en þá hafði Fjölnir skipt út öllu byrjunarliði sínu. Lokatölur leiksins, eins og áður sagði, 70:105 fyrir Fjölni og ellefta tap Skallagríms í röð í deildinni. Lítið virðist benda til þess að liðið nái að snúa genginu við, til þess eru útlendingar liðsins ekki nógu öflugir og of mikil ábyrgð sett á unga og efnilega leikmenn Skallagríms í þetta stóra verkefni sem efsta deild kvenna í körfubolta er.\r\n\r\nStigahæstar hjá Skallagrími voru þær Nikola Nedorosíková með 18 stig, Breana Bey var með 17 stig og Maja Michalska með 15 stig. Hjá Fjölni var Dagný Lísa Davíðsdóttir með 26 stig, Iva Bosnjak með 17 stig og Emma Sóldís Svan Hjördísardóttir með 14 stig.\r\n\r\nNæsti leikur Skallagríms er gegn toppliði Njarðvíkur í Ljónagryfjunni þar syðra miðvikudaginn 15. desember og hefst klukkan 19.15",
  "innerBlocks": []
}
Skallagrímskonur töpuðu gegn Fjölni - Skessuhorn