Selfoss hafði betur gegn Skallagrími

{
  "name": "core/freeform",
  "attributes": [],
  "saveContent": "Skallagrímur og Selfoss mættust í 1. deild karla í körfuknattleik sunnan heiða á þriðjudagskvöldið og lauk leiknum með sigri Selfyssinga, 85:79. Jafnt var nánast á öllum tölum í byrjun leiks en undir lok fyrsta leikhluta skoruðu heimamenn níu stig í röð og leiddu 26:16. Í öðrum leikhluta bætti Selfoss enn meir við forskotið og munurinn orðinn 20 stig eftir rúmlega þriggja mínútna leik. En þá spýttu gestirnir í lófana og náðu góðum kafla, skoruðu ellefu stig í beit og minnkuðu muninn í tíu stig. Þeir náðu svo að krafsa aðeins meir í heimamenn og staðan í hálfleik 45:39 og komin spenna í leikinn á ný.\r\n\r\nSkallagrímsmenn reyndu hvað þeir gátu að minnka muninn enn frekar í þriðja leikhluta og það tókst loksins eftir mikið hark og mikla baráttu, staðan jöfn fyrir lokafjórðunginn, 65:65. Í fjórða leikhluta var þvílík spenna nánast allan hlutann og staðan 80:79 fyrir Selfoss þegar tæpar þrjár mínútur voru eftir. En þá settu heimamenn í lás, skoruðu síðustu fimm stig leiksins og tryggðu sér mikilvægan sigur, lokastaðan 85:79.\r\n\r\nStigahæstir hjá Skallagrími voru þeir Bryan Battle með 23 stig, Marinó Þór Pálmason með 16 stig og Davíð Guðmundsson með 14 stig. Hjá Selfossi var Trevon Evans með 32 stig, Gerald Robinson með 25 stig og 16 fráköst og Vito Smojver með 24 stig.\r\n\r\nNæsti leikur Skallagríms er gegn liði Hamars frá Hveragerði á morgun, föstudag, í Borgarnesi og hefst leikurinn klukkan 19.15.",
  "innerBlocks": []
}
Selfoss hafði betur gegn Skallagrími - Skessuhorn