Sianni Martin var allt í öllu hjá Snæfelli gegn Hamar-Þór. Hér í leik gegn KR fyrr í vetur. Ljósm. sá

Snæfellskonur töpuðu á móti Hamri-Þór

{
  "name": "core/freeform",
  "attributes": [],
  "saveContent": "Snæfell og Hamar-Þór mættust í gærkvöldi í 1. deild kvenna í körfuknattleik og fór leikurinn fram í Hveragerði. Mikið jafnræði var með liðunum í fyrsta leikhluta en Snæfell skoraði síðustu sjö stigin í honum og var með fjögurra stiga forystu, 14:18, eftir fyrsta fjórðung. Þegar tæplega fjórar mínútur voru liðnar af öðrum leikhluta var staðan 19:23 fyrir Snæfell en þá sögðu heimakonur lok, lok og læs , náðu ótrúlegum kafla og skoruðu 17 stig í röð gegn engu stigi gestanna, staðan í hálfleik 36:23 fyrir Hamar-Þór.\r\n\r\nLítið gekk hjá Snæfelli að minnka muninn í þriðja leikhluta, liðin skoruðu svipað og staðan fyrir fjórða leikhluta, 58:44 fyrir heimakonur. Þó að Snæfell hafi unnið síðasta leikhlutann með fimm stigum var sigurinn aldrei í hættu hjá Hamar-Þór, lokastaðan 77:68.\r\n\r\nYfirburðarmanneskja í liði Snæfells var Sianni Martin sem var með 45 stig og 13 fráköst, Preslava Radoslavova var með 12 stig og Rebekka Rán Karlsdóttir með 6 stig. Hjá Hamar-Þór var Astaja Tyghter með 39 stig og 19 fráköst, Hildur Björk Gunnsteinsdóttir með 9 stig og Helga María Janusdóttir og Berglind Karen Ingvarsdóttir með 8 stig hvor.\r\n\r\nNæsti leikur Snæfells í deildinni er gegn toppliði ÍR sem tapaði sínum fyrsta leik í deildinni í gærkvöldi gegn KR. Leikurinn fer fram í Stykkishólmi laugardaginn 18. desember og hefst klukkan 14. Í millitíðinni leikur Snæfell gegn Stjörnunni á útivelli í 8 liða úrslitum VÍS bikarsins næsta sunnudag og hefst leikurinn klukkan 16.30.",
  "innerBlocks": []
}
Snæfellskonur töpuðu á móti Hamri-Þór - Skessuhorn