
Sigurvegarar í hópi karla 80 ára og eldri. Ljósmyndir: Áslaug Þorsteinsdóttir.
Aðventumót Pútthóps Hamars
{
"name": "core/freeform",
"attributes": [],
"saveContent": "Aðventumót Pútthóps Hamars í Borgarbyggð fór fram á skemmtilegum velli í klúbbhúsi Golfklúbbs Mosfellsbæjar í gær, 7. desember. Þar hafa félagar í pútthópnum æft einu sinni í viku frá 19. október. Eins og frægt er orðið hefur hópnum verið meinað að æfa í Eyjunni í Brákarey síðan í febrúar á þessu ári. Í Mosfellsbæ er vel tekið á móti hópnum og endar hann ætíð ferðina með sameiginlegu borðhaldi. Stemningin í hópnum hefur sjaldan verið betri. Á mótið mættu 23 keppendur og baráttan í einstökum flokkum var hörð. Mótsstjórar voru Ingimundur Ingimundarson og Flemming Jessen.\r\n\r\nÍ flokki karla 80 ára og eldri sigraði Ágúst M. Haraldsson á 61 höggi. Í öðru sæti varð Jón Þór Jónasson eftir bráðabana við Guðmunda A. Arason, en báðir léku á 66 höggum.\r\n\r\nÍ flokki karla 70-79 ára vann Magnús E. Magnússon eftir bráðabana við Þorberg Lind Egilsson en þeir léku á 59 höggum. Þriðji varð Guðmundur Jónsson á 63 höggum.\r\n\r\nÍ flokki kvenna 70-79 ára vann Hugrún B. Þorkelsdóttir með 64 högg. Lilja Ó. Ólafsdóttir varð önnur, Berghildur Reynisdóttir þriðja og Áslaug Þorsteinsdóttir fjórða eftir bráðabana. En þær léku allar á 66 höggum.\r\n\r\nÍ flokki karla 60- 69 ára vann Reynir Ingibjartsson á 66 höggum. Annar var Guðmundur Eyþórsson með 73 högg.\r\n\r\nÍ flokki kvenna 60-69 ára var sigurvegari Guðrún Birna Haraldsdóttir á 66 höggum. Í öðru sæti var Guðrún Helga Andrésdóttir á 68 höggum og Rannveig Finnsdóttir þriðja á 69 höggum.\r\n\r\nÍ hverjum mánuði er afhentur „Einpúttarinn“ sem er farandgripur og veittur fyrir flest einpútt í viðkomandi mánuði. Þorbergur Lind Egilsson vann hann í júlí og ágúst, Valur S. Thoroddsen í september en sigurvegari í október var Magnús E. Magnússon og var honum afhentur gripurinn á mótsstað. Sigurvegari fyrir nóv.-des. hlýtur hann í byrjun janúar.\r\n\r\n[gallery columns=\"2\" size=\"large\" ids=\"49448,49449,49450,49451\"]",
"innerBlocks": []
}