
Valgerður Jónsdóttir. Ljósm. Sigtryggur Ari Jóhannsson
Tónar á ferð – ný söngbók eftir Valgerði Jónsdóttur
{ "name": "core/freeform", "attributes": [], "saveContent": "Út er komin bókin „Tónar á ferð“ – Söngbók eftir tónlistarkonuna Valgerði Jónsdóttur, Bæjarlistamann Akraness 2021. Í bókinni er að finna nótur að lögum sem Valgerður hefur samið á undanförnum árum og útsett fyrir barna- og ungmennakóra. Valgerður er einnig höfundur flestra af ljóðunum við lögin en einnig eru ljóð eftir Brynju Einarsdóttur, Guðmund Kristjánsson, Hannes Hafstein og fleiri í bókinni. Valgerður starfar sem kórstjóri Karlakórsins Svana og Skólakórs Grundaskóla á Akranesi. Hún hefur nýtt mörg laganna í kennslu og kórastarfi í gegnum árin. Í bókinni eru einnig níu lög sem henta vel í tónlistarvinnu með leikskólabörnum og yngstu nemendum grunnskóla, með hugmyndum að leikjum og hljóðfæraleik.\r\n\r\nUpptökur að mörgum laganna er að finna á tónlistarsíðum Valgerðar á Spotify, YouTube og facebook síðunni Music a la Vala. Hægt er að panta bókina hjá Valgerði gegnum netfangið valgerdur76@gmail.com. Einnig verður hún fáanleg í nokkrum af verslunum Pennans Eymundsson m.a. á Akranesi og Tónastöðinni í Reykjavík.\r\n\r\nFöstudaginn 10. desember milli klukkan 17 og 17.30 ætla Valgerður og Sylvía dóttir hennar að flytja lög úr bókinni í verslun Pennans/Eymundsson á Akranesi. Allir eru hjartanlega velkomnir að kíkja við.\r\n\r\n<em>-fréttatilkynning</em>\r\n\r\n<img class=\"alignnone size-medium wp-image-49393\" src=\"https://skessuhorn.is/wp-content/uploads/2021/12/Tonar-a-ferd-ny-songbok-eftir-Valgerdi_2-600x848.jpg\" alt=\"\" />", "innerBlocks": [] }