
Félagar í Brák voru fyrstir kallaðir út í morgun. Ljósm. úr safni/ Björgunarsveitin Brák.
Björgunarsveitir fá fjölda útkalla vegna foks – þau fyrstu í Borgarnesi
{
"name": "core/freeform",
"attributes": [],
"saveContent": "Fyrsta útkall björgunarsveita í dag vegna óveðurs sem nú gengur yfir landið barst í Borgarnesi rétt fyrir klukkan ellefu. Þar var tilkynnt um fok á þakplötum, þakklæðningum og lausamunum. Um klukkan tólf bætti töluvert í vind og hafa björgunarsveitir víða á suðvesturhorni landsins verið kallaðar út, eða á Kjalarnesi, Reykjavík, Grindavík, Suðurnesjum, Mosfellsbæ og Hafnarfirði. Í öllum tilfellum er um að ræða foktjón vegna óveðurs, þakklæðningar, girðingar, ruslatunnuskýli, garðskúrar og aðrir lausamunir. Vinnuskúr fauk m.a. á hliðina í Mosfellsbæ og gámur var að fjúka við höfnina í Grindavík. „Við hvetjum fólk til að fara varlega og vera ekki á ferðinni að óþörfu á meðan mesta veðrið gengur yfir,“ segir í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu.",
"innerBlocks": []
}