Gul viðvörun vegna hvassviðris suðvestanlands í fyrramálið

Á morgun, sunnudag er spáð suðaustan stormi suðvestanlands og er gul viðvörun í gildi. Reiknað með snörpum vindhviðum allt að 40-45 m/s frá um klukkan 9 í fyrramálið og fram undir kvöld á utanverðu Kjalarnesi, við Hafnarfjall og á Snæfellsnesi. Um tíma verður einnig bálhvasst við Eyjafjöll. Á Hellisheiði og í Þrengslum verður blindbylur frá um kl. 14 á sunnudag og fram undir kvöld, en þá breytist í slydduhríð.

Líkar þetta

Fleiri fréttir