Geir Harðar opnaði fjórða gluggann

Fjórði gluggi jóladagatals Skagamanna, Skaginn syngur inn jólin, var opnaður í morgun. Það var Skagamaðurinn Geir Harðarson sem flutti frumsamið lag, Jólasaga, en hann fékk hugmyndina að laginu fyrir nokkrum árum síðan. Geir ólst upp við rokk eins og KISS, Led Zeppelin og Utangarðsmenn og það blundar alltaf í honum rokkarinn eins og heyrist í þessu lagi sem er hressilegt jólarokklag og skemmtilegur andblær inn í aðventuna.

Hlekkur á lag Geir Harðar

Líkar þetta

Fleiri fréttir