Mannamót í Stúkuhúsinu Görðum

Í kvöld, föstudaginn 3. desember klukkan 19, mun Guðmundur R Lúðvíksson, matreiðslu- og myndlistarmaður opna myndlistarsýningu ásamt því að flytja örtónleika í Stúkuhúsinu við Byggðasafnið í Görðum á Akranesi.

Á sýningunni, sem nefnist „Mannamót“ verða um 40 pennateikningar. Við opnun sýningarinnar mun hann jafnframt flytja nokkur frumsamin lög með aðstoð góðra manna af Akranesi. Þar munu þeir Diddi leika á bassa, Skebbi á slagverk og Árni á gítar. Léttar veitingar verða í boði.

Sýningin verður einnig opin laugardaginn 4. desember frá kl. 13.00 – 17.00. Engin aðgangseyrir er og eru allir velkomnir.

-fréttatilkynning

Líkar þetta

Fleiri fréttir