Fulltrúar lögreglu ásamt Stefáni Gíslasyni (fyrir miðri mynd). Ljósm. LV.

Lögreglan semur um sérfræðiráðgjöf í umhverfismálum

Nýverið var undirritaður samningur milli lögreglustjórans á Vesturlandi og fyrirtækis Stefáns Gíslasonar í Borgarnesi, Umhverfisráðgjafar Íslands, um sérfræðiráðgjöf vegna loftslagsstefnu, aðgerðaráætlunar og grænna skrefa í ríkisrekstri. Stefán mun samkvæmt samningnum vinna náið með umhverfisnefnd lögregluembættisins varðandi öll ofangreind atriði. „Um gríðarstórt verkefni er að ræða sem mun ná til nær allra rekstrarþátta embættisins. Það að kalla til utanaðkomandi sérfræðinga til verkefnastjórnar lýsir því hversu föstum tökum embættið hyggst taka umhverfismál, enda eru umhverfis- og loftslagsmál á ábyrgð okkar allra sameiginlega,“ segir í tilkynningu frá Lögreglunni á Vesturlandi.

Líkar þetta

Fleiri fréttir