Í verkinu felst m.a. bygging tveggja brúa, yfir Dunká og Straumu sem hér sést. Myndin er skjáskot af Google Maps.

Borgarverk byggir upp fimm kílómetra kafla á Skógarströnd

Hjá Vegagerðinni var fyrr í haust opnað tilboð í endurnýjun 5,4 km vegarkafla á Snæfellsnesvegi (54) um Skógarströnd. Er þetta jafnframt með stærri útboðum í vegaframkvæmdum sem boðin hafa verið út á Vesturlandi í langan tíma. Eitt tilboð barst í verkið og var það frá Borgarverki í Borgarnesi. Hljóðaði það upp á 970 milljónir króna sem er 12,6% yfir kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar. Innifalið í verkinu er bygging tveggja brúa. Gera á 43 m langa brú yfir Straumu og 52 m langa brú yfir Dunká. Samkvæmt útboðslýsingu skal verkinu lokið að fullu 30. júní 2023. Til stóð að skrifa undir verksamning hjá Vegagerðinni í Borgarnesi í dag, en vegna Covid hefur því verið frestað um sinn.

Líkar þetta

Fleiri fréttir