Steinþór Hans Grönfeldt á dekkjaverkstæðinu sínu. Ljósm. mm

Tvö ný fyrirtæki í Borgarplastshúsinu

Nú í haust hófu tvö fyrirtæki starfsemi sína í húsinu Sólbakka 6 í Borgarnesi, húsi sem oftast er kennt við Borgarplast. Annars vegar er það Þvottahús Vesturlands sem hóf starfsemi sína fyrr á árinu með kaupum á Hótelþvotti ehf. Eins og nafnið gefur til kynna er þar rekið þvottahús sem sérhæfir sig í rekstri efnalaugar og þvotti fyrir hótel og gististaði. Hins vegar opnaði Steinþór Hans Grönfeldt dekkjaverkstæði í samliggjandi rými í húsinu. Fyrirtæki sitt nefnir hann shg13 ehf. Steinþór hefur lengst af sínum starfsaldri starfað á hjólbarðaverkstæði. Kveðst hafa byrjað fyrst hjá Hölla í Bifreiðaþjónustu Harðar árið 2012 og starfað þar síðan. Bifreiðaþjónustunni var eins og kunnugt er lokað í sumar og ákvað Steinþór því að hefja eigin rekstur. Aðspurður segir hann nóg að gera fyrir einn við dekkjaskipti og viðgerðir. Auk þess rekur hann dráttarbílaþjónustu.

Líkar þetta

Fleiri fréttir