Björg Ágústsdóttir bæjarstjóri þiggur hérna örvunarskammt af þaulvönum starfsmanni HVE. Ljósm. tfk.

Stór bólusetning í Grundarfirði

Í gær var stór bólusetning í íþróttahúsi Grundarfjarðar. Níutíu skammtar af bóluefni voru blandaðir snemma um morguninn á Akranesi áður en lagt var af stað til Grundarfjarðar. Þegar þessir níutíu skammtar kláruðust voru starfsmenn Heilbrigðisstofnunar Vesturlands iðnir við að blanda meira en alls voru tæplega tvö hundruð manns bólusettir þennan morgun í Grundarfirði. Eftir hádegi var svo sami háttur hafður á í Ólafsvík en bólusett var í Klifi og var sömuleiðis góð mæting þar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir