Nýtt hús rís í Fossabrekku

Lítið hefur verið byggt í Ólafsvík að undanförnu. Nú er hins vegar að rísa nýtt íbúðarhús við Fossabrekku 3. Það eru þau Hanna Metta Bjarnadóttir og Jón Tryggvason sem eru að byggja sér 224 fermetra hús. Það er byggt úr forsmíðuðum einingum sem smíðaðar voru af þeim Jóni Tryggvasyni og Sigurði Gylfasyni hjá JT trésmíði. Einungis tók sjö daga að reisa húsið og loka því.

Líkar þetta

Fleiri fréttir