Laxinn í öðru sæti í útflutningsverðmætum

Útflutningsverðmæti eldislax frá Íslandi er komið í rúma 23,3 milljarða króna á fyrstu tíu mánuðum ársins. Það er 49% aukning í krónum talið frá sama tímabili í fyrra. Í erlendri mynt er aukningin aðeins meiri, eða rúm 52%, þar sem gengi krónunnar var að jafnaði rúmlega 2% sterkara í ár en á sama tímabili í fyrra. Inn í þessum tölum er útflutningsverðmæti frjóvgaðra laxahrogna ekki meðtalið, heldur einungis hefðbundin framleiðsla. Útflutningsverðmæti frjóvgaðra hrogna nemur um 2,1 milljarði króna á fyrstu tíu mánuðum ársins, sem er um fjórðungi meira á föstu gengi en á sama tímabili í fyrra. Hefur eldislax, án frjóvgaðra hrogna, skilað næstmestum útflutningsverðmætum í ár af öllum þeim fisktegundum sem fluttar eru frá Íslandi, og bendir allt til þess að þetta verði annað árið í röð sem hann vermir það sæti.

Líkar þetta

Fleiri fréttir