Listakonurnar: Áslaug Benediktsdóttir, Sigríður Björnsdóttir, Sjöfn Magnúsdóttir og Tinna Rós Þorsteinsdóttir. Ljósm. frg.

Reka vinnustofur við Ægisbraut á Akranesi

Fjórar listakonur hafa um hríð rekið saman vinnustofur að Ægisbraut 30 á Akranesi, þar sem áður var til húsa fyrirtækið Glerhöllin.  Viðfangsefni þessara listakvenna er af ýmsum toga, svo sem listmálun, hnýtingar, saumaskapur og vefnaður. Listakonurnar eru Tinna Rós Þorsteinsdóttir, Sigríður Björnsdóttir, Sjöfn Magnúsdóttir og Áslaug Benediktsdóttir. Það var glatt á hjalla hjá listakonunum þegar blaðamaður Skessuhorns leit við hjá þeim til að forvitnast um hvað þær hefðu á prjónunum, nálunum, vefskyttunum og penslunum.

Sjá Skessuhorn sem kom út í dag.

Líkar þetta

Fleiri fréttir