Gul viðvörun fyrir nóttina á stór Snæfellsnessvæðinu

Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun fyrir vestanvert landið vegna hvassviðris í nótt. Það gengur í suðaustan 15-20 m/s við Faxaflóa með snörpum vindhviðum við fjöll. Einnig má búast við snjókomu með lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum, einkum á fjallvegum. Á spásvæðinu Breiðafirði verður suðaustan 15-25 m/s með snörpum vindhviðum við fjöll, hvassast á Snæfellsnesi. Einnig má búast við snjókomu með lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum. Varasamt ferðaveður. Viðvörun þessi gildir frá miðnætti og til kl. 7 í fyrramálið.

Líkar þetta

Fleiri fréttir