Fréttir

Stór hópur sem tengist Brekkubæjarskóla sendur í sóttkví

{
  "name": "core/freeform",
  "attributes": [],
  "saveContent": "Nokkur Covid-19 smit hafa nú verið greind í Brekkubæjarskóla á Akranesi og er talsvert stór hópur nemenda, og þar af leiðandi einnig aðstandenda þeirra, kominn í sóttkví af þeim sökum. Fram kemur í tilkynningu frá skólanum, sem send var út í gærkvöldi, að einn nemandi í hverjum af bekkjunum 1. BS, 2. BS, og 10. BS hafi verið greindir jákvæðir í gær. Því hefur smitrakningarteymi ákveðið að allir nemendur í 1. BS og 2.BS, nema þeir sem þegar hafa fengið Covid, þurfi að fara í sóttkví. Örfáir nemendur í 10. BS þurfa að fara í sóttkví en ekki þarf að grípa til annarra ráðstafana í þeim bekk. Sóttkvíin í 1. BS og 2. BS nær einnig til árgangateymanna og starfsfólks á frístund, en það á ekki við í 10. BS. Hópurinn sem um ræðir þarf síðan að mæta í skimun um næstu helgi.",
  "innerBlocks": []
}
Stór hópur sem tengist Brekkubæjarskóla sendur í sóttkví - Skessuhorn